Gistiheimilið Álftaland: Gott verður betra
Álftaland er ekki aðeins gistiheimili heldur er þar líka tjaldsvæði og aðstaða fyrir húsbíla. Steinar hefur rekið Álftaland síðustu fimm árin en þá voru liðin nokkur ár frá því að húsið var gert að gistiheimili.
Ríkið rak í fjölda ára tilraunastöð í landbúnaði á Reykhólum. Húsið sem núna er Gistiheimilið Álftaland var byggt árið 1947 sem bústaður tilraunastjórans og starfsmanna hans. Þar hefur engu verið hnikað til innanhúss fyrir utan eðlilegt viðhald og munu líklega fá gistiheimili vera óbreytt frá óskyldu fyrra hlutverki. Meira að segja getur að líta skilti með áletruninni Ráðsmaður á einni hurðinni.
Eitt af vinsælustu dægurlögum hérlendis fyrr og síðar er Litla flugan eftir Sigfús Halldórsson tónskáld. Reyndar er hún vissulega hætt að vera dægurlag heldur löngu orðin klassískt verk. Fyrir sextíu árum samdi Sigfús lagið á átta mínútum í stofunni hjá vini sínum Sigurði Elíassyni tilraunastjóra á Reykhólum við ljóð hans.
Smellið að venju á myndirnar til að stækka þær.
Sjá einnig:
15.04.2009 Samdi Litlu fluguna á átta mínútum
14.04.2009 Hvernig Litla flugan varð til ...
Gistiheimilið Álftaland - heimasíða
Hanna Lára, mivikudagur 01 jn kl: 12:55
Frábært :)