Tenglar

28. janúar 2016 |

Gistiheimilið Álftaland opnað á ný með vorinu

Hjónin Sveinn Borgar og Guðbjörg.
Hjónin Sveinn Borgar og Guðbjörg.
1 af 4

Sveinn Borgar Jóhannesson frá Hyrningsstöðum í Reykhólasveit og Guðbjörg Tómasdóttir eiginkona hans hafa gengið frá kaupum á gistiheimilinu Álftalandi á Reykhólum af Landsbankanum og fengu þau afsalið í hendur í gær. Álftalandi var lokað haustið 2014 og hefur enginn rekstur verið þar síðan. Aðspurður um ástand hússins segir Sveinn að margt þurfi að gera bæði innanhúss og utan, auk þess sem kaupa þurfi öll húsgögn. Hann kveðst stefna að því að opna á ný þegar kemur fram á vorið.

 

Aðdragandinn að kaupunum var mjög langur. „Það var búið að þrefa um þetta fram og aftur í heilt ár,“ segir hann.

 

Formlegur kaupandi er einkahlutafélagið Flautá, sem er í eigu Sveins og Guðbjargar. Það dregur nafn sitt af ánni eða öllu heldur læknum sem rennur um land Hyrningsstaða og niður í Berufjörð. Þar á jörðinni byggðu þau sér myndarlegt hús fyrir nokkrum árum.

 

Sveinn Borgar Jóhannesson er pípulagningameistari og hefur í fjölda ára átt og rekið fyrirtækið Borgarlagnir ehf. í Reykjavík.

 

Myndirnar sem hér fylgja af Sveini á gömlum amerískum Allis-Chalmers voru að sjálfsögðu teknar á Reykhóladögum. Á annarri myndinni er hann ásamt Guðbjörgu eiginkonu sinni en farþeginn á hinni myndinni er Emil Bjarkason frá Seljanesi.

 

Athugasemdir

Hjalti, fimmtudagur 28 janar kl: 12:04

Til hamingju með þetta Sveinn og Guðbjörg, það verður flott að fá gistiheimilið í gang aftur.

Dagny Stefáns., fimmtudagur 28 janar kl: 12:26

Til hamingju með þetta Svenni og Gugga , og gangi ykkur vel.

Árni Baldvinsson, fimmtudagur 28 janar kl: 17:33

Til hamingju með slotið frændi
Ég skal hjálpa til á barnum þegar ég kem á skerið í sumar

María, mivikudagur 24 febrar kl: 11:21

Ha ha mér finnst svolítið fyndið að Sveinn sé sagður frá Hyrningsstöðum. Hann er sko frá Moldnúpi undir Eyjafjöllum og er sonur Jóa og Gunnu. Fínn leikfélagi. Og mikið afskaplega eru þetta góðar fréttir. - Og fín mynd!

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mivikudagur 24 febrar kl: 11:34

María: Þetta eru orð Sveins. Hann las þetta yfir áður en það birtist. Ef honum sjálfum er ekki treystandi í þessu efni, þá veit ég ekki hverju á að treysta.

Sveinn, laugardagur 14 ma kl: 01:33

Haha var að sjá þetta núna það er nú þannig að maður a foreldra og þeir eru ekki frá sama bænum sem betur fer pabbi er frá Hyrningsstöðum og mamma frá Moldnupi og ég ólst upp þar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31