Gistinóttum fjölgar mjög á Vestfjörðum
Þetta kemur fram í Landshögum 2009, hagtöluárbók Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að á tímabilinu janúar til apríl á síðasta ári voru 16 gististaðir í boði á Vestfjörðum en þeim fjölgaði í 27 á tímabilinu maí til ágúst. Þeim fækkaði svo aftur niður í 21 frá september til desember.
Gistinóttum hefur fjölgað hratt undanfarin þrjú ár, eftir því sem fram kemur í Landshögum. Árið 2006 voru gistinætur á Vestfjörðum 69.364 talsins, þar af voru 43.650 Íslendingar og 25.714 útlendingar. Árið 2007 voru gistinæturnar 78.868, þar af voru 45.778 Íslendingar og 33.090 útlendingar.
Gera má ráð fyrir að fjölgunin á árinu 2009 sé enn meiri. Samkvæmt könnun meðal ferðaþjóna í haust kom fram að tekjuaukning í ferðaþjónustu á Vestfjörðum hafi verið um þrjátíu prósent það sem af var árinu.
- Byggt á samantekt á vestfirska fréttavefnum bb.is.