10. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Gjaldskrár Reykhólahrepps 2014 samþykktar
Meðal þess sem afgreitt var á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær eru gjaldskrár fyrir nýbyrjað ár vegna þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Þar má nefna vatnsveitu og fráveitu, mötuneyti, útleigu á húsakynnum, bókasafnið og Grettislaug. Jafnframt voru samþykkt álagningarákvæði fasteignaskatts.
Fundargerð sveitarstjórnar er að finna hér og í reitnum Fundargerðir neðst á vefsíðunni.