14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Gjaldskrár Reykhólahrepps komnar á vefinn
Gjaldskrár fyrir margvíslega þjónustu Reykhólahrepps 2014 eru komnar hér á vefinn. Þar er um að ræða útsvar og fasteignagjöld, vatnsveitu, fráveitu, sorpförgun, útleigu húsnæðis Reykhólaskóla, verðskrá mötuneytisins í Reykhólaskóla og Barmahlíð og gjaldskrár Grettislaugar, tjaldsvæðisins við Grettislaug og Bókasafns Reykhólahrepps.
Gjaldskrárnar er að finna á pdf-formi í reitnum Gjaldskrár hér neðst á síðunni.