Tenglar

27. október 2016 | Umsjón

Gjöld vegna hunda og katta og eftirlitsmaður ráðinn?

Samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi hefur verið birt í Stjórnartíðindum og koma þar fram mjög ítarlegar reglur og skilyrði. Þetta kom fram á síðasta fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps. Í framhaldi af því leggur nefndin til við sveitarstjórn, að skráningargjald hunda og árgjald þar eftir verði kr. 11.000 en skráningargjald fyrir ketti og árgjald þar eftir verði kr. 7.000. Gjald vegna föngunar verði kr. 7.000.

 

Líka leggur nefndin til að ráðinn verði hundaeftirlitsmaður, sem sjái um eftirlit og skráningu dýra. Jafnframt leggur hún til að settar verði verklagsreglur um föngun dýra.

 

Væntanlega tekur sveitarstjórn tillögur nefndarinnar til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sínum, en samþykktin hefur þegar tekið gildi.

 

Samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi (pdf).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30