18. janúar 2017 | Umsjón
Gjöld vegna hunda og katta tekin upp
Gjaldskrár fyrir margvíslega þjónustu hjá Reykhólahreppi árið 2017 eru komnar hér inn á vefinn (reiturinn Gjaldskrár allra neðst á síðunni). Þar má nefna útleigu á íþróttahúsi og skóla, Grettislaug, tjaldsvæði, veitur, mötuneyti, bókasafn og fleira. Almennt eru breytingar milli ára miðaðar við vísitölu neysluverðs.
Nýlunda er gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi sem sett var á liðnu hausti. Um er að ræða skráningargjöld og árleg leyfisgjöld auk föngunargjalds.
Dalli, fstudagur 20 janar kl: 10:11
Þarna fer lítið fyrir verndun fuglalífs, sem þó var búið að samþykkja 2. maí 2013.