Gjörningur á Hjallahálsi
Þegar safnið framan af Þorskafjarðarheiði og úr Fjalldölum rann til réttar út með Þorskafirðinum, núna seinnipartinn í dag, átti sér stað gjörningur sunnanvert í Hjallahálsinum. Það er á þeim stað þar sem hefur verið teiknaður jarðgangamunni í einni af fjölmörgum hugmyndum að vegstæði í Gufudalssveit.
Þennan gjörning framkvæmdi Reynir Bergsveinsson, en hann hefur verið býsna ötull að vekja fólk til umhugsunar um mál sem í raun koma okkur öllum við. Gjörningurinn var fólginn í að setja upp jarðgangamunna sem blasir við þegar ekið er um veginn yfir Hjallaháls.
Þessi gjörningur er innlegg í samgönguumræðuna sem verður á borgarafundinum á Ísafirði á morgun.
Gunnlaugur Pétursson, sunnudagur 24 september kl: 13:37
Flott framtak hjá Reyni.