Tenglar

23. september 2017 | Sveinn Ragnarsson

Gjörningur á Hjallahálsi

1 af 2

Þegar safnið framan af Þorskafjarðarheiði og úr Fjalldölum rann til réttar út með Þorskafirðinum, núna seinnipartinn í dag, átti sér stað gjörningur sunnanvert í Hjallahálsinum. Það er á þeim stað þar sem hefur verið teiknaður jarðgangamunni í einni af fjölmörgum hugmyndum að vegstæði í Gufudalssveit.


Þennan gjörning framkvæmdi Reynir Bergsveinsson, en hann hefur verið býsna ötull að vekja fólk til umhugsunar um mál sem í raun koma okkur öllum við. Gjörningurinn var fólginn í að setja upp jarðgangamunna sem blasir við þegar ekið er um veginn yfir Hjallaháls.


 

Þessi gjörningur er innlegg í samgönguumræðuna sem verður á borgarafundinum á Ísafirði á morgun.

 


Athugasemdir

Gunnlaugur Pétursson, sunnudagur 24 september kl: 13:37

Flott framtak hjá Reyni.

Stefán Skafti Steinólfsson, sunnudagur 24 september kl: 19:00

Vel gert Reynir. Ef menn hefðu staðið saman þá væri komin góður vegur og göng. Já og meira að segja undir Klettsháls.

Jón Ingi Kristjánsson, sunnudagur 24 september kl: 22:53

Meiriháttar flott hjá Reyni.
Auðvitað á að gera jarðgöng undir Hjallaháls, Ódrjúgsháls og Klettsháls.
Tek undir það að ef fólki hefði borið gæfa til að standa saman að þessari leið, þá væri án efa komin boðleg heilsársleið um þetta svæði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30