Tenglar

6. apríl 2009 |

Glæðir - lífrænn áburður úr þangi frá Reykhólum

Guðjón Dalkvist í brugghúsinu.
Guðjón Dalkvist í brugghúsinu.
1 af 3

Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (sem jafnan er kallaður Dalli) hefur um árabil framleitt lífrænan áburð fyrir gróður undir nafninu Glæðir. Hráefnið er klóþang, vatn og kalíumsódi. Við Breiðafjörðinn eru hæg heimatökin hvað þangið varðar eins og Þörungaverksmiðjan í Karlsey framan við Reykhólaþorp er til vitnis um. Liðlega áratugur er frá því að Dalli byrjaði rannsóknir og tilraunir með þangvökva til áburðar. Fyrstu árin eftir að framleiðslan hófst fóru í kynningu og prófanir fagmanna í garðyrkju en vorið 2001 kom Glæðir á almennan markað.

 

Dalli bruggar Glæði sinn í bílskúrskjallaranum við Hellisbrautina á Reykhólum og segir að framleiðslan sé einföld. Salan er kringum tvö þúsund lítrar á ári til gróðurhúsa, golfvalla, gróðrarstöðva og fleiri fastra viðskiptavina. Meðal annars er Blómaval með Glæði í verslunum sínum í eins lítra og fimm lítra brúsum og Bónus í eins lítra brúsum.

 

Glæðir hentar jafnt að vori sem hausti á grasflatir og tré og blóm bæði úti og inni. Hann er blandaður vatni til vökvunar og úðunar. Nú hefur Dalli opnað heimasíðu - smellið hér - þar sem Glæðir er kynntur og nákvæm grein gerð fyrir efnasamsetningu og áhrifamætti og öðru sem máli skiptir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31