„Glæpur gagnvart okkur íbúum Reykhólahrepps ...“
„Bílferja úr Stykkishólmi á Brjánslæk á framfærslu okkar skattgreiðenda var glæpur gagnvart okkur íbúum Reykhólahrepps (og Dalamönnum, en þeir svara fyrir sig). Óhemju fjármagn fór í skip og hafnarframkvæmdir í upphafi og síðan árlegan rekstrarkostnað", segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni Á ég að grenja með Pétri? „Baldur hefur aldrei annað allri umferðinni af Suðurfjörðunum, svo að þeir sem ekki komast með honum og íbúar í vestanverðum Reykhólahreppi hafa mátt búa við síversnandi vegi", segir Guðjón.
„Hverjar eru afleiðingarnar?", spyr hann, og svarar sjálfur: „Stærstur hluti hreppsins er kominn í eyði. Þrjár ferðamannaverslanir, Króksfjarðarnes, Bær og Skálanes, eru horfnar. Við sameiningu voru íbúar hreppsins á fimmta hundrað og hefur fækkað um 40% á tuttugu árum."
Sjá grein Guðjóns undir Aðsendar greinar í valmyndinni hér til vinstri.