Tenglar

10. febrúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Gleðiskruddurnar heimsóttu Reykhólaskóla

1 af 3

Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir komu vestur og voru með tveggja daga námskeið í skólanum, fyrir foreldra og kennara annars vegar og svo krakkana.

 

Yrja og Marit standa fyrir Gleðiskruddunni, þær halda námskeið og umfjöllunarefnið er, eins og segir á heimasíðu þeirra:

Gleðiskruddunámskeiðið byggist á jákvæðri sálfræði og leggur áherslu á að efla sjálfsþekkingu og auka vellíðan. Á námskeiðinu er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og blöndum við saman fræðslu og leik. Ef að veður leyfir förum við jafnvel eitthvað út í náttúruna. Helstu áherslur eru að efla; Sjálfsþekkingu, bjartsýni og von, styrkleika, trú á eigin getu, gróskuhugarfar og núvitund.

Einnig eru þær með dagbók, Gleðiskrudduna, fyrir börn á aldrinum 6 - 15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði.

 

Fyrri daginnn, 8. feb. voru þær með fyrirlestur fyrir foreldra og kennara en vegna veðurs urðu að vera með hann á teams. Síðari daginn voru þær með námskeið fyrir krakkana, skipt eftir aldri, 2. til 4. bekk, 5. til 7. bekk og 8. til 10. bekk. Þær komu með dagbækur sem þær voru með til sölu. Allir voru sammála um að þetta væri frábært námskeið.

 

Ungmennafélagið Afturelding stóð fyrir námskeiðshaldinu og var það styrkt af Lions, kvenfélaginu, tómstundastarfinu, foreldrafélaginu og skólanum.

Myndir eru af heimasíðu Gleðiskruddunnar og frá Herdísi E. Matthíasd.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31