Tenglar

20. mars 2015 |

Gleraugnaglámar horfa á sólina hverfa

Er verið að rafsjóða þarna uppi?
Er verið að rafsjóða þarna uppi?

Brynjólfur Víðir Smárason frá Borg og Guðmundur Ólafsson á Grund voru meðal þeirra sem fylgdust með sólmyrkvanum í Reykhólasveit í morgun. Þeir tóku aðvaranir alvarlega eins og vera ber og voru flestum betur sól-gleraugnavæddir, eins og sjá má á þessari mynd sem Hlynur Stefánsson tók.

 

Vel viðraði fyrir sólmyrkva í Reykhólasveit að þessu sinni; glaðasólskin nema rétt þá litlu stund þegar máninn tróð sér fyrir sólu (eða sólin bak við mánann). Fuglar þögnuðu ekki á meðan sólin formyrkvaðist eins og gerðist í síðasta almyrkva (30. júní 1954). Ástæðan er sú, að núna voru engir fuglar byrjaðir að syngja.

 

Næstu almyrkvar á sólu verða svo 12. ágúst 2026 og síðan 14. júní 2151, þannig að það er eins gott að passa upp á sól(myrkva)gleraugun þangað til.

 

Um sólmyrkvann - Stjörnufræðivefurinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31