Tenglar

19. maí 2008 |

„Gleymum okkur ekki í formlegheitum“

Halli í Nesi í Garpsdalskirkju á hvítasunnudag. Ljósm. ÓS.
Halli í Nesi í Garpsdalskirkju á hvítasunnudag. Ljósm. ÓS.

Ég verð að segja að ég móðgaðist hálfpartinn við þessa fyrirsögn, „Aldraður maður í heimsókn á heimaslóð", við fréttina um hann Halla okkar í Nesi, sem og fannst mér fréttin frekar ópersónuleg. Eftir að hafa viðrað þessa skoðun mína við nokkrar manneskjur hef ég ástæðu til að ætla að fleiri séu sammála mér, segir Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu. Þegar ég hugsa um aldraðan mann sé ég fyrir mér gamlan og hruman mann. Það er of mikið að segja að mér finnist aldraður vera neikvætt orð en mér finnst það alls ekki eiga við Halla í Nesi sem er hress og léttur bæði andlega og líkamlega. Fyrir tveimur árum labbaði hann meðal annarra Barðstrendinga milli Húsadals og Langadals (í Þórsmörk), þá níræður að aldri. Á heimleiðinni orti hann svo vísur til að lífga upp á mannskapinn.

 

Sjá nánar Aðsendar greinar í valmyndinni hér til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30