Glitský í dagrenningu
Þessar myndir af glitskýjum á austurhimni í dögun tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fyrir utan Stjórnsýsluhúsið á Reykhólum núna á elleftu stundu fyrir hádegi. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að þau myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í 15-30 km hæð. Í þeim eru oft litbrigði sem minna á það sem sjá má í hvítu lagi innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum) og eru þau á ýmsum tungum nefnd perlumóðurský.
Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Þau myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C), og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpéturssýruhýdrata, segir á vef Veðurstofunnar.
Dalli, fstudagur 06 janar kl: 22:37
Náði þeim líka. Efsta skýið fyrir miðju með mestu litbrigðin.