Tenglar

16. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

GóGó píurnar Strandamenn ársins 2012

GóGó píurnar. Mynd: strandir.is.
GóGó píurnar. Mynd: strandir.is.

Í almennri kosningu um Strandamann ársins, sem vefurinn strandir.is stóð fyrir núna níunda árið í röð, urðu GóGó píurnar hlutskarpastar. Þar er um að ræða unglingasöngsveit sem var stofnuð á síðasta ári innan vébanda félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Sveitina skipa Brynja Karen Daníelsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir, Sara Jóhannsdóttir sem sungu og Fannar Freyr Snorrason sem spilaði undir.

 

Aðrir sem kepptu til úrslita í síðari umferð kosningarinnar að þessu sinni voru Björn Kristjánsson á Drangsnesi (Borkó), Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli og Viðar Guðmundsson í Miðhúsum. Þau fengu öll tilnefningar fyrir framlag til menningar og mannlífs á Ströndum.

 

Þau sem hingað til hafa hampað þeim heiðurstitli að vera valin Strandamenn ársins af samferðamönnum sínum í þessum skemmtilega leik sem vefurinn strandir.is hefur staðið fyrir í níu ár eru eftirtalin:

 

2004 - Sverrir Guðbrandsson eldri á Hólmavík

2005 - Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi

2006 - Sandra Dögg Guðmundsdóttir á Drangsnesi

2007 - Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi

2008 - Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli

2009 - Sigurður Atlason á Hólmavík

2010 - Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði

2011 - Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík

2012 - Gógó píurnar á Hólmavík

 

Nánar hér á vefnum strandir.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31