Góa á til grimmd og blíðu ...
Mörsugur á miðjum vetri
markar spor í gljúfrasetri.
Þorri hristir fannafeldinn,
fnæsir í bæ og drepur eldinn.
Góa á til grimmd og blíðu
gengur í éljapilsi síðu.
Einmánuður andar nepju,
öslar í garð og hendir krepju.
Harpa vekur von og kæti,
vingjarnleg og kvik á fæti.
Skerpla lífsins vöggu vaggar,
vitjar hrelldra, sorgir þaggar.
Sólmánuður ljóssins ljóma
leggur til og fuglahljóma.
Heyannir og hundadagar
hlynna að gæðum fróns og lagar.
Tvímánuður allan arðinn
ýtum færir heim í garðinn.
Haustmánuður hreggi grætur
hljóða daga, langar nætur.
Gormánuður, grettið tetur,
gengur í hlað og leiðir vetur.
Ýlir ber og byrgir sólin,
brosa stjörnur, koma jólin.
Dalli, rijudagur 23 febrar kl: 13:51
Þetta er ævagamalt, eldra en ég. Ég hef ekki heyrt þetta í heild fyrr, en Sólrún í Gilsfjarðarmúla fór oft með eitt og eitt erindi eftir því sem við átti hverju sinni.