Tenglar

15. mars 2012 |

Goð norrænna manna á árshátíð Reykhólaskóla

Þór lemur á jötnum. Stundum eldaði hann sér hafra-graut ...
Þór lemur á jötnum. Stundum eldaði hann sér hafra-graut ...

Æsirnir okkar gömlu eru þema árshátíðar Reykhólaskóla að þessu sinni - veigamikill þáttur í menningararfi norrænna manna. Hátíðin verður í íþróttahúsinu annað kvöld, föstudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir og bæði nemendur og starfsfólk skólans hlakka til að sjá sem flesta. Að goðadagskrá lokinni - leikþáttum og kynningu á ásum - eru að venju veitingar sem foreldrar annast og selja á sanngjörnu verði. Síðan verður diskótek fram til kl. 23.

 

„Að sjálfsögðu þarf ég ekki að biðja foreldra að taka virkan þátt í dansinum með börnunum sínum,“ segir Júlía skólastjóri.

 

Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 600 krónur fyrir grunnskólabörn.

 

Myndin sem hér fylgir er af málverki eftir sænska listmálarann Mårten Eskil Winge. Þrumuguðinn Þór, sonur Óðins og Jarðar, lemur á jötnum með hamrinum Mjölni, sem stundum er nefndur Þórshamar. Fyrir vagni hans eru geithafrarnir Tanngrisnir og Tanngnjóstur. Hafrana hefur hann iðulega í kvöldmatinn en að morgni spretta þeir upp bráðlifandi á ný og taka til fótanna fyrir vagninum. Á nútímamáli kallast þetta endurnýting.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31