30. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson
Góð þátttaka í viðburði í hreyfiviku
Í kvöld var náttúruganga á dagskrá í hreyfiviku. Gengið var frá Grettislaug í átt að Einireykjum og að fuglaskoðunarhúsi við Langavatn, undir leiðsögn Dalla sem þekkir þetta svæði afar vel.
Þátttaka var góð, hátt í 20 manns, fólk á ýmsum aldri. Einn ungi göngugarpurinn varð fyrir því óhappi að hrasa og lenda í stórum polli, en það var hægt að smala saman þurrum flíkum og halda áfram.
Ekki spillti veðrið eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Jóhanna Ösp Einarsdóttir tók.