Tenglar

5. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Góð útkoma ársreiknings Reykhólahrepps

Ársreikningur Reykhólahrepps 2017 er kominn hér á síðuna. Helstu niðurstöðutölur eru þessar.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 596 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 455,4 millj. kr.

   

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark þess. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki nam 0,5% sem er lögbundið hámark þess, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess með álagi.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 69,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 44,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.


Heildareignir sveitarfélagsins námu 696 millj. kr. og heildarskuldir 179,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 516,8 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 430,7 millj. kr.  

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30