Tenglar

6. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Góð veðurspá fyrir Grettislaug

Grettislaug í apríl 2014.
Grettislaug í apríl 2014.

Ekki síst í ljósi einstaklega góðrar veðurspár næstu daga skal minnt á, að Grettislaug á Reykhólum var opnuð á nýjan leik um mánaðamótin eftir hefðbundið tveggja vikna viðhald og vorstandsetningu. Laugin er opin kl. 13-20 alla daga vikunnar í sumar og fram undir ágústlok, þegar tíminn styttist að venju undir haustið.

 

Grettislaug er sérlega góð 25 metra sundlaug í eigu Reykhólahrepps. Við hana eru heitir pottar og margvíslegt í boði til leikja fyrir börn á öllum aldri. Kappkostað er að halda öllu vel við og iðka snyrtimennsku í hvívetna, enda hefur laugin fengið hina bestu dóma. Við laugina er svæði fyrir tjöld, húsbíla og slíkt.

 

Myndina tók flugmaðurinn Guðni Þorbjörnsson snemma í vor áður en jörð tók að grænka og ferðafólk að koma. Grettislaug er í suðurjaðri þorpsins á Reykhólum.

 

Grettislaug á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31