Góða risaeðlan ríður á vaðið
Hátíðin Reykhóladagar 2016 hefst á morgun, fimmtudag, með Bátabíói á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Góða risaeðlan (með íslensku tali) verður sýnd kl. 13 og Sisters (með íslenskum texta) kl. 15. Sjoppan verður opin og frítt í bíóið eins og venjulega.
Um kvöldið verður bátasprell og síðan brenna í Bjarkalundi, áður en Bjartmar Guðlaugsson flytur þar lög sín og texta og spjallar við gesti.
En varðandi Báta- og hlunnindasýninguna er annars það að segja, að þar verða á Reykhóladögum margir viðburðir af ýmsu tagi fyrir unga sem eldri. Meðal þeirra er dansleikur að kvöldi föstudagsins og fram á nótt en hinn síðasti er Happy Hour á laugardagskvöldið til upphitunar áður en stórdansleikurinn með Sniglabandinu í íþróttahúsinu hefst. En sjón er sögu ríkari í dagskránni.
Þéttskipaða dagskrá Reykhóladaga 2016 má sjá hér