11. júní 2010 |
Góðar horfur fyrir sumarið í Bjarkalundi
„Við megum alveg vera sæmilega sátt þó að mér finnist þetta fara heldur seinna af stað en í fyrra“, segir Kolbrún Pálsdóttir, hótelstýra í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit, aðspurð hvernig sumartraffíkin fari af stað þar á bæ. „Það þarf að hlýna betur, þá sprettur fólkið upp. Síðasta vika var mjög góð enda veðurblíða. Sjómannadagshelgina var bullandi traffík hjá okkur vegna sjómannadagsins á Patreksfirði. Sumarið leggst vel í okkur. Við erum með mjög góðar bókanir“, segir Kolbrún.
Þetta kemur fram á bb.is.
Á myndinni eru hjónin Kolbrún Pálsdóttir og Oddur Guðmundsson framkvæmdastjóri Bjarkalundar fyrir dyrum hótelsins. Árni Sigurpálsson hótelstjóri var ekki á svæðinu þegar myndin var tekin.