Tenglar

19. desember 2009 |

Góðar horfur í rekstri Dalabyggðar

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2010 var samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn í fyrradag. Gert er ráð fyrir tæplega tólf milljóna króna afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru tekin saman í samstæðureikningi. Stefnt er að því að heildarskuldir og skuldbindingar Dalabyggðar verði áfram undir 60% af heildartekjum sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Fyrri umræða þriggja ára áætlunar fór einnig fram og gefur hún fyrirheit um áframhaldandi heilbrigðan rekstur sveitarfélagsins. Langtímaskuldir lækka og handbært fé frá rekstri eykst, sem aftur gefur meira svigrúm til frekari framkvæmda í sveitarfélaginu. Hlutfall Jöfnunarsjóðs í tekjum Dalabyggðar hefur farið minnkandi undanfarin ár.

 

Framkvæmdir sem gert er ráð fyrir á árinu 2010 eru þessar:

  • Ný endurvinnslustöð (gámasvæði).
  • Skáldastofa í Leifsbúð.
  • Klæðning félagsheimilisins Árbliks.
  • Nýtt leiksvæði við Auðarskóla í Tjarnarlundi.
  • Nýr gangstígur við Stekkjarhvamm.
  • Nýtt leiksvæði við Laugar.
  • Endurbætur á íþróttavelli í Búðardal.
  • Auk þess verður ráðist í ýmis minni viðhaldsverkefni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Atlasyni, sveitarstjóra Dalabyggðar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31