Tenglar

26. mars 2011 |

Góðir gestir syngja í kirkjunni á Reykhólum

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Þorgerður Ingólfsdóttir söngstjóri.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Þorgerður Ingólfsdóttir söngstjóri.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur við messu í Reykhólakirkju á morgun, sunnudag kl. 14, eins og hér hefur áður verið getið. Stofnandi kórsins fyrir tæpum 44 árum og stjórnandi enn í dag er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskránni eru íslensk og erlend tónverk. Um þessar mundir er kórinn skipaður 87 nemendum MH á aldrinum frá sextán ára til tvítugs. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur annast messugerðina.

 

Vegna heimsóknar kórsins fellur niður helgistundin sem vera átti á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á sama tíma.

 

Sjá nánar hér:

21.03.2011  Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Reykhóla

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31