26. mars 2011 |
Góðir gestir syngja í kirkjunni á Reykhólum
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur við messu í Reykhólakirkju á morgun, sunnudag kl. 14, eins og hér hefur áður verið getið. Stofnandi kórsins fyrir tæpum 44 árum og stjórnandi enn í dag er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskránni eru íslensk og erlend tónverk. Um þessar mundir er kórinn skipaður 87 nemendum MH á aldrinum frá sextán ára til tvítugs. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur annast messugerðina.
Vegna heimsóknar kórsins fellur niður helgistundin sem vera átti á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á sama tíma.
Sjá nánar hér:
21.03.2011 Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Reykhóla