Tenglar

3. september 2011 |

Gómsætur gróður í skriðunni ...

1 af 2

Eitt góðviðriskvöldið fyrir stuttu vakti fé á beit rétt hjá Reykhólum nokkra athygli. Að vísu er sauðfé á beit fremur algeng sjón í grænum Reykhólahreppi (að ekki sé meira sagt) en bithaginn var í þessu tilviki nokkuð sérstæður - í skriðunni ofan við Grund. Nóg er af grasmeti niðri á sléttlendi og ekki er grasið síður grænt uppi á Reykjanesfjalli en hlíðin sjálf er gróðursnauð tilsýndar. Samt leynist nú þar einhver gómsætur gróður því að þrjár sauðkindur undu sér klukkustundum saman í urðinni og fóru hægt og bítandi - í bókstaflegri merkingu.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30