Tenglar

14. júní 2011 |

Gönguferðir á miðvikudagskvöldum í sumar

Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Gönguhópurinn Fjallagarpar í Reykhólahreppi fer í gönguferðir hér og þar á hverju miðvikudagskvöldi í allt sumar. Í síðustu viku var gengið á Vaðalfjöll ofan við Bjarkalund en annað kvöld verður gengið á Króksfjarðarhyrnu. Enda þótt hæðin sé nokkur í þessum tveimur gönguferðum er lögð áhersla á léttar göngur. Allir eru velkomnir í hópinn og kostnaður enginn. Annað kvöld er ætlunin að leggja upp frá Gróustöðum við Gilsfjörð kl. 20. Þátttakendur hverju sinni geta komið með tillögur um næstu göngu.

 

Ef nánari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Dísu Sverrisdóttur á Reykhólum í síma 860 4488.

 

Á meðfylgjandi loftmynd eru Gróustaðir í forgrunni. Sjá má að gönguleiðin á fjallið er hvorki erfið né varasöm þótt fjallshyrnan sjálf sé ekki árennileg að framanverðu. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30