Tenglar

19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Gönguhátíðin Gengið um sveit byrjar á föstudag

Frá einni af göngunum í fyrra.
Frá einni af göngunum í fyrra.

Nú styttist í gönguhátíðina Gengið um sveit, útivistarhelgina árvissu í Reykhólahreppi um Jónsmessuna, sem verður dagana 21.-24. júní eða frá föstudegi og fram á aðfaranótt mánudags (Jónsmessunótt). Minnt er á, að skráningum í göngur lýkur á morgun, fimmtudag. Hugsanlega geta einhverjir skráð sig eftir það en eiga þá ekki kost á afsláttunum sem samstarfsaðilar hátíðarinnar veita.

 

Að sögn Hörpu Eiríksdóttur, umsjónarmanns hátíðarinnar, er skráning í stuttu göngurnar svipuð og verið hefur síðustu ár, „en langa gangan hefur slegið í gegn. Við höfum þurft að bæta við leiðsögumanni í hana til að geta annað eftirspurninni. Enda eru allir að segja hvað það sé frábært að geta gengið um þetta fallega svæði og fengið kjötsúpu í miðri göngu! Aðeins eru eftir örfá pláss laus í hana,“ segir hún.

 

Inn í dagskrána ítarlegu sem birt var fyrir nokkru hefur nú verið bætt tímasetningum þegar hestarnir verða teymdir undir börnum við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum á föstudag. Athugið, að núna fyrir hádegi á miðvikudegi hefur tímsetningunum verið breytt svo að krakkar sem eru á námskeiðum geti tekið þátt í þessum skemmtilega degi. Jafnframt eru komnar inn nánari upplýsingar um ratleikina sem í boði verða.

 

Dagskrána er hægt að finna á www.visitreykholahreppur.is undir Hátíðir. Á þeim vef er reyndar miklu, miklu fleira að skoða sér til fróðleiks og ánægju.

 

Hægt er að skrá sig í göngurnar í síma 894 1011 eða í netfanginu info@reykholar.is.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, segir Harpa Eiríksdóttir.

 

Sjá einnig:

Gengið um sveit 2013 - leiðarlýsingar og fleira

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31