Tenglar

27. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Gönguskíðaæfing á Reykhólum

Sandra Rún Björnsdóttir og Ingólfur Birkir Eiríksson, mynd Kolfinna Ýr
Sandra Rún Björnsdóttir og Ingólfur Birkir Eiríksson, mynd Kolfinna Ýr

 Skíðafélag Strandamanna mun bjóða upp á gönguskíðaæfingu í skógræktinni á Reykhólum (hjá Tómasi) á morgun, laugardaginn 28. janúar 2023 klukkan 14:00.

 

Nú er tilvalið að rífa fram gönguskíðin, mæta og hafa gaman. Þjálfarar hjá Skíðafélaginu munu verða með tilsögn og leiðbeina þátttakendum. 

Frítt verður í sund í Grettislaug eftir útiveruna. Tilvalin fjölskyldustund!

 

Æskilegt er að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með fullorðnum. 

 

Skíðaiðkendur sem luma á auka gönguskíðum eru hvattir til að taka þau með til að leyfa áhugasömum „tilvonandi“ skíðaiðkendum að prófa. 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31