27. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson
Gönguskíðaæfing á Reykhólum
Skíðafélag Strandamanna mun bjóða upp á gönguskíðaæfingu í skógræktinni á Reykhólum (hjá Tómasi) á morgun, laugardaginn 28. janúar 2023 klukkan 14:00.
Nú er tilvalið að rífa fram gönguskíðin, mæta og hafa gaman. Þjálfarar hjá Skíðafélaginu munu verða með tilsögn og leiðbeina þátttakendum.
Frítt verður í sund í Grettislaug eftir útiveruna. Tilvalin fjölskyldustund!
Æskilegt er að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með fullorðnum.
Skíðaiðkendur sem luma á auka gönguskíðum eru hvattir til að taka þau með til að leyfa áhugasömum „tilvonandi“ skíðaiðkendum að prófa.