Tenglar

20. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Gönguskíðabrautir á Reykhólum

Ingólfur Birkir Eiríksson, mynd Kolfinna Ýr
Ingólfur Birkir Eiríksson, mynd Kolfinna Ýr
1 af 2

Eins og mörgum er kunnugt hefur skíðabakterían smitast suður yfir fjöll, frá Strandamönnum. Fólk hér í sveitinni, bæði börn og fullorðnir hafa tekið þátt í starfi skíðafélags Strandamanna un árabil. Það er eitt af því sem varð mögulegt með veginum yfir Þröskulda.

 

Nú hefur ungmennafélagið Afturelding keypt spora til að gera gönguskíðabrautir og er búið að leggja spor á Reykhólum, bæði í skógræktinni hans Tuma - á móti búðinni - og á Preststúninu, meðfram afleggjaranum að Mávavatni.

 

Þetta er frábært framtak og mikil ánægja með þetta hjá þeim sem hafa farið þarna á skíði. Er fólk hvatt til að nýta sér þessa góðu aðstöðu meðan veðurfar er þannig að það sé hægt.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31