Tenglar

11. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Göngustígar og býflugnabú í Hnausaskógi

Við innkeyrsluna í Hnausaskóg.
Við innkeyrsluna í Hnausaskóg.

Búið er að gera þrjá göngustíga í Hnausaskógi í landi Skóga í Þorskafirði og leiðarlýsing hangir á kofanum þar. „Eins og alltaf er öllum velkomið að koma í skóginn og njóta þess sem hann hefur að bjóða,“ segir Björg Karlsdóttir, sem ásamt Þórarni Ólafssyni manni sínum hefur umsjón með jörðinni Skógum. Það skal þó tekið fram að öll meðferð elds er bönnuð. Jafnframt vill Björg benda fólki á, að núna hefur verið komið upp býflugnabúi í Hnausaskógi, til vinstri við innkeyrsluna þegar ekið er inn í skóginn.

 

„Þótt býflugurnar séu afskaplega vinalegar og friðsamar er betra að halda sig í vissri fjarlægð og alls ekki nálgast búið þar sem flugopið er. En ef veður er gott er gaman að fylgjast með starfsemi flugnanna, þá verður fólk að standa til hliðar í um það bil þriggja metra fjarlægð.“

 

Býflugnabúið er opnað á laugardögum eða sunnudögum ef veður leyfir, og ef fólk vill fylgjast með, þá er það velkomið. „Það er alltaf gaman að kynnast einhverju nýju,“ segir Björg.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31