19. ágúst 2009 |
Gott gæsahaust talið í vændum
Gæsastofnarnir hérlendis eru í góðu ástandi, að mati dr. Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings. „Ég á von á góðu gæsahausti hér, eins og í fyrra," segir Arnór. Gæsaveiðitímabilið hefst á Íslandi á morgun. Á síðasta hausti var grágæsastofninn áætlaður um 100 þúsund fuglar, sem er svipað og haustið 2007. Arnór segir að svo virðist sem stærð grágæsastofnsins sé yfirleitt vanáætluð. (mbl.is).