Tenglar

5. janúar 2012 |

Gott kvöld í síðasta sinn á Hólmavík

Gott kvöld! Ljósm. Jón Jónsson.
Gott kvöld! Ljósm. Jón Jónsson.

Fimmta og síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld, sem er barnaleikrit með söngvum, hefur verið færð aftur um klukkustund vegna flugeldasýningar sem auglýst var á sama tíma. Leiksýningin hefst því kl. 21 annað kvöld, föstudaginn 6. janúar, í félagsheimilinu á Hólmavík. Leikritið er eftir Áslaugu Jónsdóttur en leikstjóri er Kristín S. Einarsdóttir. Það var frumsýnt milli jóla og nýárs og hefur fengið góðar viðtökur. Þrátt fyrir að um sé að ræða barnaleikrit hafa áhorfendur á öllum aldri notið sýningarinnar. Hún tekur aðeins tæpan klukkutíma svo að áhorfendur á öllum aldri hafa þolinmæði til að sitja og njóta hennar allt til enda.

 

Miðapantanir eru í síma 847 4415. Til stóð að sýningar yrðu fjórar en aukasýningu var skotið inn á milli.

 

28.12.2011  Barnaleikrit með söngvum á Hólmavík

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31