Gott veðurútlit fyrir Bátadaga
Tvísýnt þótti í byrjun vikunnar hvort veður myndi leyfa Bátadaga á Breiðafirði á tilsettum tíma núna um komandi helgi eða hvort þeim yrði frestað um viku. Í dag segir hins vegar hér á vefnum bátasmíði.is: „Nú lítur út fyrir að veðrið muni verða mjög gott á laugardaginn. Við viljum hvetja eigendur súðbyrðinga til að koma og vera með í skemmtilegri siglingu um fagurt umhverfi.“
Safnast verður saman á Reykhólum á föstudag. Á laugardagsmorgun verður lagt upp frá Staðarhöfn og fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og loks Skálanes í Gufudalssveit, og síðan siglt aftur í Staðarhöfn. Gert er ráð fyrir sameiginlegri grillveislu á Reykhólum um kvöldið en síðan eru frjálsar hendur á sunnudag.
Sjá nánar um dagskrána hér:
Bátadagar á Breiðafirði haldnir í áttunda sinn