Tenglar

20. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Grænir iðngarðar á Reykhólum

Myndin tengist fréttinni ekki beint, mynd, Landstólpi
Myndin tengist fréttinni ekki beint, mynd, Landstólpi

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 milljónum króna til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til grænna iðngarða á Reykhólum að fjárhæð kr. 25.000.000,- árin 2022-2023. Hugmyndin með grænum iðngörðum er að auka aðdráttarafl svæðisins til fjárfestinga og nýsköpunar og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífi og nýtingu á auðlindum svæðisins. Þörungamiðstöð Íslands verður kjarninn.

 

Af vef Byggðastofnunar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31