Grannar bera saman bækur sínar
Á fundinum var rætt um flest það sem snýr að sveitarfélögunum - íbúaþróun, atvinnumál, menntamál, húsnæðismál, ferðaþjónustu, gatnagerð, snjómokstur, löggæslu, refaveiðar og sorphirðu, svo eitthvað sé nefnt. Tilefni heimsóknarinnar er sprottið úr íbúaþingi í Dalabyggð þar sem fram kom eindreginn vilji íbúa að efla samstarf.
Á myndinni eru, frá vinstri: Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingveldur Guðmundsdóttir, formaður byggðarráðs Dalabyggðar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Katla Kjartansdóttir í sveitarstjórn Strandabyggðar, Jón Jónsson, varaoddviti Strandabyggðar, Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar - bróðir hins fyrrnefnda Jóns Jónssonar! - og Halla Steinólfsdóttir, oddviti Dalabyggðar.
Vefur Strandabyggðar
Rhol 13.01.2011 Sameiginlegur félagsmálastjóri á Ströndum og í Reykhólahreppi