Tenglar

21. febrúar 2011 |

Grannar bera saman bækur sínar

Nánari texti í meginmáli. Ljósmynd: Salbjörg Engilbertsdóttir á Hólmavík.
Nánari texti í meginmáli. Ljósmynd: Salbjörg Engilbertsdóttir á Hólmavík.
Sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð heimsótti Strandabyggð fyrir helgina og átti góðan fund með sveitarstjórnarfólki þar, segir á vef Strandabyggðar. Málið er Reykhólahreppi óneitanlega skylt, því að hann er á milli þessara tveggja sveitarfélaga. Tilgangurinn með heimsókninni var fyrst og fremst að kynnast og fara yfir stöðu og sóknarfæri sveitarfélaganna og skoða möguleika á samstarfi. „Nýr vegur um Arnkötludal hefur gert samstarf Strandamanna við Dalabyggð og Reykhólahrepp mögulegt á heilsársvísu og fjölmörg tækifæri felast í þessari mikilvægu samgöngubót“, segir á vef Strandabyggðar. Má líka í því samhengi nefna stofnun sameiginlegrar félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir skömmu og ráðningu sameiginlegs félagsmálastjóra á svæðinu.

 

Á fundinum var rætt um flest það sem snýr að sveitarfélögunum - íbúaþróun, atvinnumál, menntamál, húsnæðismál, ferðaþjónustu, gatnagerð, snjómokstur, löggæslu, refaveiðar og sorphirðu, svo eitthvað sé nefnt. Tilefni heimsóknarinnar er sprottið úr íbúaþingi í Dalabyggð þar sem fram kom eindreginn vilji íbúa að efla samstarf.

 

Á myndinni eru, frá vinstri: Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingveldur Guðmundsdóttir, formaður byggðarráðs Dalabyggðar, Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Katla Kjartansdóttir í sveitarstjórn Strandabyggðar, Jón Jónsson, varaoddviti Strandabyggðar, Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar - bróðir hins fyrrnefnda Jóns Jónssonar! - og Halla Steinólfsdóttir, oddviti Dalabyggðar.

 
Vefur Strandabyggðar
Rhol 13.01.2011  Sameiginlegur félagsmálastjóri á Ströndum og í Reykhólahreppi
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30