Tenglar

7. maí 2012 |

Greint frá rannsóknum á heiðnum gröfum

Frá fornleifagrefti á Hofstöðum við Þorskafjörð sumarið 2006.
Frá fornleifagrefti á Hofstöðum við Þorskafjörð sumarið 2006.

Adolf Friðriksson fornleifafræðingur segir frá rannsóknum á kumlum (legstöðum úr heiðnum sið) í Barðastrandarsýslu og Dalasýslu á aðalfundi Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna sem haldinn verður í Búðardal annað kvöld, þriðjudagskvöld. Ekki er ólíklegt að meðal annars komi kumlateigurinn í Berufirði þar við sögu. Hann er einn stærsti grafreiturinn úr heiðnum sið sem fundist hefur hérlendis og mun Snæbjörn í Hergilsey hafa rannsakað hann fyrstur manna.

 

Fundurinn er öllum opinn. Hann verður í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á dagskrá, auk erindis Adolfs, kynning á tillögum að verkefnum fyrir komandi starfsár.

 

Formaður Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna er Björn Samúelsson á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30