Tenglar

14. maí 2011 |

Grettir á leiðinni heim til Reykhóla

Grettir við bryggju á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.
Grettir við bryggju á Akureyri. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.
Grettir, hið nýja flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, lagði af stað frá Slippnum á Akureyri núna um tvöleytið í dag áleiðis í heimahöfn á Reykhólum. Grettir er væntanlegur heim upp úr hádeginu á morgun, sunnudag. Undanfarið hefur verið unnið að margvíslegum prófunum á skipinu sjálfu og öllu innanborðs til að tryggja að allt væri í toppstandi. Farið hefur verið í reynslusiglingar enda ekki heppilegt að spóla upp drullunni við bryggjuna með því að keyra bundið skipið þar á fulla ferð. Þessar prófanir og ýmsar lagfæringar í framhaldi af þeim hafa tekið öllu lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi.

 

Eitt af því sem kom í ljós var að niðurfallið úr eldhúsvaskinum var ekki í lagi og þar við búið mátti ekki sitja. Þannig var hugað að smáu jafnt sem stóru.

 
Meðfylgjandi mynd er af skipamynda- og sjávarútvegssíðu Þorgeirs Baldurssonar.
 

Athugasemdir

Sig. Torfi, laugardagur 14 ma kl: 18:59

Ég hvet alla stóra sem smáa til að fjölmenna niður á Reykhólahöfn á morgun, og taka vel á móti okkar glæsilega skipi, það er ekki á hverjum degi sem svona stór viðburður á sér stað...

Hér má fylgjast með hvar skipið er statt;
http://www.marinetraffic.com/ais/default.aspx?level0=100

Grettir BA39

H. Magnússon, sunnudagur 15 ma kl: 13:49

Skipið verður seinna á ferðinni en ráð var fyrir gert þegar fréttin var skrifuð í gær. Núna eru líkur á heimkomu eitthvað um sexleytið í kvöld.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30