Tenglar

24. júní 2015 |

Grettir í þjónustuferð í Breiðafjarðareyjar

Grettir við bryggju í Hvallátrum.
Grettir við bryggju í Hvallátrum.
1 af 3

Fyrir skömmu fór Grettir, flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, í þjónustuferð í Skáleyjar og Hvallátur á Breiðafirði. Farið var með samtals fjórtán þúsund lítra af olíu á báða staðina. Þetta er annað árið í röð sem Grettir annast þennan flutning. Olíuskipið Lauganes, skip Olíudreifingar, sinnti þessari þjónustu við eyjarnar í fjölda ára en fer ekki lengur innar í Breiðafjörðinn en í Flatey.

 

„Í Hvallátur fluttum við líka fuglafóður handa æðarungunum og nýja ljósavél,“ segir Björn Samúelsson, vélstjóri á Gretti. Þess má geta, að líka er nýbúið að endurnýja ljósavélina í Skáleyjum.

 

Auk Björns eru í áhöfninni á Gretti þeir Örn Snævar Sveinsson skipstjóri, Heiðar Baldursson kokkur og Grétar Kristjánsson. Reyndar voru fimm í þessari ferð, því að Samúel Ingi sonur Björns vélstjóra fékk að fljóta með. Björn tók myndirnar sem hér fylgja.

 

Athugasemdir

María, mivikudagur 24 jn kl: 17:28

Sammi alltaf flottur!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31