Tenglar

26. ágúst 2012 |

Grettir kominn með yfir 10.000 tonn á vertíðinni

Þangi landað á Reykhólum.
Þangi landað á Reykhólum.
1 af 2

Þangflutningaskipið Grettir kom á mánudag til hafnar á Reykhólum með 229 tonn af þangi. Þar með fór heildarmagn af þangi sem slegið hefur verið á vertíðinni, sem hófst í apríl, yfir tíu þúsund tonna markið. Í júlí var landað rúmlega 3.326 tonnum af þangi, sem var þriðja mesta magn í einum mánuði frá 1996.

 

 

    Löndun frá byrjun vertíðar        

Apríl

          375.154 tonn                    

Maí

        2.418.594 tonn                    

Júní

       5.322.616 tonn                   

Júlí

       8.648.966 tonn                   

 Ágúst*

      10.060.206 tonn                   

      *Til 20. ágúst

 

Grettir hefur landað liðlega fimmtíu sinnum frá því í apríl og var stærsti einstaki farmurinn um 334 tonn. Hagstæð veðurskilyrði eiga mestan þátt í því hversu vel hefur gengið í sumar, enda hafa ekki orðið teljandi tafir í starfsemi verksmiðjunnar vegna hráefnaleysis.

 

Fimm prammar að störfum

 

Nú eru fimm þangskurðarprammar notaðir við þangslátt, þrír í Mjóafirði og tveir í Skálmarfirði. Sláttusvæðin í sumar hafa verið á Skarðsströnd, í landi jarða á Reykjanesi og við Skáleyjar og Hergilsey, auk Mjóafjarðar og Múlaness í Skálmarfirði.

 

Afurðir seljast jafnóðum

 

Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. segir að núna þegar langt er liðið á sumar sé þangið orðið hreint af slíi og frjói og það sé því létt í þurrkun.

 

Um söluhorfurnar segir Einar: „Afurðasala Þörungaverksmiðjunnar gengur mjög vel, allt sem við framleiðum er selt jafnóðum og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram.“

 

Einar segir að evran hafi lækkað nokkuð að undanförnu. „Við fáum sem stendur um 10% lægra verð í krónum talið en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar er verð í dollurum óbreytt.“

 

Áætlað er að gera hlé á þangvinnslunni í lok september. Í nóvember verður síðan farið að taka hrossaþara á svæðum fyrir norðan Skarðsströnd og suðvestur af Reykhólum. Einnig verður tekinn stórþari vestur af Oddbjarnarskeri.

 

Þörungaverksmiðjan hf.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31