Grettislaug - fullveldishátíð Reykhólaskóla
Föstudaginn 1. desember næstkomandi verður breyttur afgreiðslutími í lauginni vegna Lýðveldishátíðar leikskóla- og skólabarna í Reykhólaskóla.
Opnað verður klukkan 16:00 og lokað aftur klukkan 19:00. Að venju verður hætt að selja ofan í laugina hálftíma fyrir lokun og að auki verða gestir beðnir um að ljúka sturtu og slíku fyrir 19:00.
Sem sagt:
Föstudaginn 1. desember er opið
16:00 til 19:00
Hið árlega fullveldiskaffi Reykhólaskóla verður haldið föstudaginn 1. desember í íþróttasal Reykhólaskóla.
Húsið opnað kl. 19:00 og er mjög æskilegt að nemendur mæti þá. Sýning hefst kl. 19:30 og skemmtun lýkur kl. 22:00.
Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar
Miðaverð: Fullorðnir 1500 kr.
Börn 6 – 16 ára 500 kr.
Börn 5 ára og yngri frítt
Hlökkum til að sjá ykkur
Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla