16. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Grettislaug: Breyttur tími vegna Evróvisjón
Grettislaug á Reykhólum.
Úrslitin í Evróvisjón á laugardagskvöld hafa víða áhrif. Grettislaug á Reykhólum verður að vísu opin í fjóra tíma á laugardag að venju en tíminn færist fram. Í stað þess að hún verði opin kl. 16 til 20 verður opið kl. 14.30 til 18.30.