27. febrúar 2015 |
Grettislaug: Tími breytist og auglýst eftir starfsfólki
Grettislaug á Reykhólum verður opin kl. 16-18 á morgun, laugardag, ekki kl. 14-17 eins og venjulega á laugardögum.
Hér með er líka auglýst eftir starfsmanni við laugina núna strax. Jafnframt er enn verið að leita að sumarstarfsmanni. Ef enginn fæst núna eða á næstunni má búast við því að einhverjar breytingar verði fram á vorið á tímum þegar laugin er opin frá því sem áformað var.