19. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Grettislaug lokað um tíma vegna viðhalds
Grettislaug á Reykhólum verður lokuð um tíma frá og með næsta þriðjudegi, 21. maí, vegna hinnar árlegu viðhaldsvinnu. Ekki liggur fyrir hvenær hún verður opnuð á ný en ef að líkum lætur verður það nálægt mánaðamótum en tíðarfar hefur þar eitthvað að segja. Frá því verður greint hér þegar þar að kemur.