15. september 2011 |
Grettislaug opin lengur á föstudag og laugardag
Í tilefni af réttahelginni verður Grettislaug á Reykhólum opin lengur á morgun og laugardag en venjulega. Á morgun, föstudag, verður hún opin kl. 16-22 og á laugardag kl. 15-22. Lokað verður á sunnudag að venju.
Sundlaugarvörður tekur fram, að meðferð áfengra drykkja er með öllu óheimil á sundlaugarsvæðinu.