27. mars 2015 |
Grettislaug um hátíðisdagana (og ís eftir sund)
Að venju breytist tíminn hjá Grettislaug á Reykhólum um bænadagana og páskana, eins og fram kemur hér fyrir neðan. En eitt annað breytist strax í dag: Núna verður hægt að fá sér ís þegar komið er upp úr. „Það verður smá úrval hjá okkur fram á vor og svo fyllum við að sjálfsögðu kistuna í byrjun sumars,“ segir Harpa Eiríksdóttir forstöðumaður.
Grettislaug verður opin (eða lokuð) í seinni hluta dymbilvikunnar og um páskana sem hér segir:
- Skírdagur (2. apríl) kl. 15-20
- Föstudagurinn langi (3. apríl) LOKAÐ
- Laugardagur (4. apríl) kl. 13-17
- Páskadagur (5. apríl) LOKAÐ
- Annar í páskum (6. apríl) kl. 15-20
Frá og með þriðjudeginum 7. apríl verður síðan opið eins og hér segir fram til 11. maí, en þá verður lauginni lokað um tíma vegna árlegs viðhalds.
- Mánudagar kl. 16-20
- Þriðjudagar LOKAÐ
- Miðvikudagar kl. 16-20
- Fimmtudagar kl. 16-21 (breyting)
- Föstudagar LOKAÐ (breyting)
- Laugardagar kl. 13-17 (breyting)
- Sunnudagar LOKAÐ