Tenglar

23. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Gríðarleg skriða lokar Vestfjarðavegi 60

Vestfjarðavegur nr. 60 í Kjálkafirði skammt austan Flókalundar er lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalla. „Það er lokað suður. Þeir segja að lauslega áætlað hafi farið um 150 þúsund rúmmetrar af stað. Vegurinn er ófær, það er um 30 metra þykkt ofan á veginum. Byrjað er að ryðja á fullu og það verður auglýst þegar vegurinn verður opnaður,“ segir Eiður Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði.

 

Vegurinn er eina leiðin suður nema farið sé norður um heiðar til Ísafjarðar og síðan inn Ísafjarðardjúp, yfir Steingrímsfjarðarheiði, suður Strandir og yfir Holtavörðuheiði, eða þá upp frá Ströndum yfir Þröskulda og niður í Geiradal og suður Dali.

 

Skriðan féll á Litlanesi í Litlaneshrauni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31