Tenglar

16. maí 2008 |

Gríðarlegur munur á tilboðum í dýpkunina

Reykhólahöfn. Myndir Árni Geirsson.
Reykhólahöfn. Myndir Árni Geirsson.
1 af 3

Tilboð Björgunar ehf. í dýpkun innsiglingarinnar í Reykhólahöfn, sem samþykkt hefur verið að taka, nam 73,5% af kostnaðaráætlun. Verkið kostar 16,3 milljónir en kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem annaðist útboðið, var tæplega 22,2 milljónir króna. Verkið felst í því að dýpka siglingaleiðina inn að bryggju, um 600 m langa og 35 m breiða rennu, niður í fjögurra metra dýpi. Efnismagnið sem taka þarf og flytja brott er áætlað um 21.300 rúmmetrar. Allt efni úr dýpkun skal losað í sjó á 30-50 m dýpi í Hrúteyjarröst austan við Æðarkletta, um eina sjómílu frá dýpkunarsvæðinu. Verkið skal unnið í sumar og skal því lokið eigi síðar en 1. september.

 

Auk Björgunar ehf. bauð Hagtak hf. í verkið. Tilboð Hagtaks var upp á tæplega 35 milljónir króna eða um 158% af kostnaðaráætlun og þannig meira en tvöfalt hærra en tilboð Björgunar.

 

Dýpkunarskipið Perla, sem er í eigu Björgunar ehf., reyndi á síðasta hausti dýpkun í innsiglingunni að Reykhólahöfn en varð frá að hverfa. Efni sem upp kom var að mestum hluta leir, settist lítið til í lestinni og flæddi jafnóðum út. Gert er ráð fyrir því að gröfuskipið Reynir verði notað að þessu sinni.

 

Reykhólahöfn er í Karlsey, um tvo kílómetra neðan við þorpið á Reykhólum. Helsti notandi hafnarinnar er Þörungaverksmiðjan, sem er þar á hafnarsvæðinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31