Grillveisla og Eurovisionpartí í Barmahlíð
Lionsfélagar í Reykhólahreppi héldu grillveislu og Eurovisionpartí á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í gærkvöldi. Þeir komu með úrvals lærissneiðar sem Guðmundur Hauksson starfsmaður í Barmahlíð grillaði í skjólinu við suðurdyr hússins á sjötta tímanum á meðan Lionsfólkið Ingvar Samúelsson og Áslaug B. Guttormsdóttir útbjuggu í eldhúsinu bearnaisesósu og alls konar meðlæti og síðan reiddu þau veitingarnar fram.
Að veislu lokinni safnaðist bæði heimilisfólk og starfsfólk saman til að fylgjast með Eurovision á sjónvarpsskjá í setustofunni. Allir voru með græn og rauð spjöld til að bregða upp að loknum flutningi hvers lags og láta þannig í ljós hvort þeim líkaði vel eða illa. Áslaug taldi síðan grænu og rauðu spjöldin og skráði niðurstöðurnar á töflu. Salurinn var skreyttur litskrúðugum blöðrum að hætti Pollapönks.
Myndir frá þessu öllu fylgja hér, nánast í réttri tímaröð, að öðru leyti en því að síðasta myndin er fyrst.
Björk Stefánsdóttir, sunnudagur 11 ma kl: 15:37
Þetta er frábært hjá Lions, er ótrúlega stolt af öllu þessu frábæra fólki